Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(31. mars 1828–19. mars 1901)

Prestur.

Foreldrar: Jón Jónsson á Víðimýri og kona hans Sigríður Davíðsdóttir á Krýnastöðum, Tómassonar. F. í Kristnesi í Eyjafirði. Lærði fyrst 2 vetur hjá síra Halldóri Jónssyni síðast að Hofi í Vopnafirði, tekinn í Reykjavíkurskóla 1846, stúdent 1853, með 2. eink. (70 st.), stundaði kennslu fyrst að Hnausum, gekk síðan í prestaskólann, próf þaðan 1857, með 2. einkunn betri (39 st.). Vígðist 30. ág. 1857 aðstoðarprestur síra Skúla Tómassonar að Múla, fekk Hof á Skagaströnd 9. sept. 1860, Skorrastaði 6. ág. 1867, Grenjaðarstaði 21. febr. 1876 (fekk leyfi að vera kyrr), Laufás 21. mars 1883 og hélt til æviloka. Valmenni, vann mjög að bindindismálum. Ritstörf: Stuttur leiðarvísir... til þess að skrifa íslenzku, Ak. 1858; Nokkurar tækifærisræður, Ak. 1859; Bindindisfræði, Ak. 1884; Bindindistíðindi, Rv. 1855; Ræða, Ak. 1889; Um bindindi, Ak. 1892; Minningarræða, Rv. 1900; ritg. í Unga Ísl.

Kona (1858): Vilborg (f. 29. ág. 1829, d. 8. maí 1916) Sigurðardóttir að Hóli í Kelduhverfi, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Jón forsætisráðherra, Ingibjörg átti síra Björn Björnsson að Laufási, Sigurður læknir á Vífilsstöðum, Sigríður hjúkrunarkona á Vífilsstöðum (Skýrslur; Vitæ ord. 1857; Unga Ísl., 4. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.