Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(3. nóv. 1806–31. maí 1839)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Stefánsson á Helgastöðum og s. k. hans Helga Magnúsdóttir í Myrkárdal, Jónssonar. Lærði fyrst hjá föður sínum, en eftir lát hans tók síra Björn Halldórsson í Garði hann að sér og kenndi honum í fimm vetur, stúdent úr heimaskóla 15. júlí 1825 frá síra Gísla Brynjólfssyni að Hólmum, með heldur góðum vitnisburði, var síðan 4 ár hjá síra Birni í Garði, átti þar barn í lausaleik, fekk uppreisn 27. apr. 1831, var í Lundi í Fnjóskadal 1829–33, síðan skrifari Lárusar sýslumanns Thorarensens að Enni, vígðist 3. júlí 1836 aðstoðarprestur síra Stefáns Einarssonar í Sauðanesi og var það til æviloka. Talinn allvel gefinn, hagur og góður verkmaður. Ókv.

Dóttir hans (með Ingibjörgu Sölvadóttur að Núpi í Öxarfirði, Hrólfssonar): Aðalbjörg (f. 10. jan. 1829) (Lbs. 48, fol; Vitæ ord. 1836; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.