Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(27. dec. 1865–27. dec. 1947)

. Bæjarfógeti. Foreldrar: Jón (d. 3. mars 1910, 81 árs) Halldórsson á Laugabóli í Nauteyrarhreppi og kona hans Guðrún (d. 23. dec. 1917, 92 ára) Þórðardóttir á Laugabóli, Magnússonar. Stúdent í Reykjavík 1887 með 2. einkunn (73 st.). Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 15. febr. 1894 með 2. einkunn (95 st.). Var á skrifstofu bæjarfógeta í Rv. og landshöfðingja og stundaði málfærslustörf, unz hann var settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 28. apr. 1896; veitt það embætti 14. ág. s. á. Skipaður sýslumaðmaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði 30. dec. 1908, frá 1. apríl 1909; var jafnframt bæjarstjóri þar 1909–30. Fekk lausn frá embætti 16, nóv. 1934; fluttist þá til Rv. og átti þar heima til æviloka. R. af fálk. 1933. Kona 1 (18. júní 1897): Kirstín Sylvía (d. 11. apr. 1898, 28 ára) Lárusdóttir dómstjóra Sveinbjörnssonar. Sonur þeirra: Lauritz Edvarð. Kona 2 (7. okt. 1901): Jóhanna Andrea (d. 17. nóv. 1906, 30 ára) Oddgeirsdóttir prests í Vestmannaeyjum, Guðmundssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Carl D. Tulinius tryggingaforstjóra í Rv., Jón stýrimaður í Vestmannaeyjum.

Kona 3 (21. ág. 1908); Guðrún Sigríður (f. 11. júní 1878) Oddgeirsdóttir, systir miðkonunnar.

Börn þeirra, sem upp komust: Oddgeir lögfræðingur, Baldur lögfræðingur (d. 1938), Anna átti Njál Guðmundsson skrifstofumann í Rv. (Agnar Kl. J.: Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.