Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(24. ág. 1732–Í okt. 1807)

Prestur. Foreldrar; Jón stúdent Björnsson á Eyrarlandi og kona hans Helga Magnúsdóttir að Espihóli, Björnssonar. Tekinn í Hólaskóla 1748, stúdent 1754, vígðist vorið 1755 aðstoðarprestur síra Björns Magnússonar á Grenjaðarstöðum, bjó í Presthvammi.

Fekk Miklagarð 17. júlí 1764, fluttist þangað í fardögum 1765, fekk Saurbæ í Eyjafirði 8. okt. 1786, tók við staðnum 18. maí 1787, lét þar af prestskap 1801, en dvaldist þar til æviloka, varð bráðkvaddur úti á túni. Hann fær mjög góðan vitnisburð í skýrslu Sigurðar byskups Stefánssonar 19. sept. 1791.

Kona 1 (1. okt. 1760, með konungsleyfi, með því að þau voru systrabörn): Margrét (f. 1734, d. 12. maí 1765) Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar; áttu 1 son, sem dó á 1. ári.

Kona 2 (með konungsleyfi, með því að þau voru systkinabörn): Þórunn (f. 1748, d. 26. júní 1786) Björnsdóttir prests á Grenjaðarstöðum, Magnússonar.

Dóttir þeirra: Elín átti síra Sigurð Jónsson í Saurbæ, síðar í Goðdölum.

Kona 3 (27. sept. 1787): Guðný (f. 1742, d. 19. júlí 1832) Guðnadóttir sýslumanns í Kirkjuvogi, Sigurðssonar, ekkja Magnúsar læknis Guðmundssonar á Úlfsstöðum; bl. með báðum mönnum sínum (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.