Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(2. ág. 1807–28. maí 1889)

Kaupmaður.

Foreldrar: Jón umboðsmaður Jónsson að Ámóti og kona hans Halla Magnúsdóttir að Skálmholtshrauni, Jónssonar. Bjó að Felli í Byskupstungum 1833–5, í Austurhlíð 1835–61, í Bráðræði hjá Rv. 1861–89 og var um tíma formaður verzlunarfélags Seltirninga, síðan kaupmaður. Þm. Reykv. 1865–7.

Kona (6. júní 1833): Guðrún (d. 24. maí 1882) Jónsdóttir prests og skálds Hjaltalíns á Breiðabólstað á Skógarströnd.

Börn þeirra: Guðrún átti fyrr Guðmund Eyjólfsson í Austurhlíð, síðar Hjört hreppstjóra Eyvindsson sst., Halla átti Pétur Einarsson að Felli í Byskupstungum, Jón að Felli (síðar í Rv.), Margrét átti Magnús Magnússon á Bakka á Vatnsleysuströnd, Gróa átti Kristin Ólafsson að Steinum í Rv., Jóhanna óg. og bl., Sigurður kaupmaður í Rv. (Alþingismannatal; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.