Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(1763–23. júní 1840)

Skáld. Faðir nefndur: Jón Þorsteinsson en hefir hingað til almennt verið talinn Magnús Pálsson lögmanns Vídalíns. En Gísli Konráðsson (Lbs. 2856, 4to., bls. 324) hefir eftir Magnúsi sjálfum, að hann haldi föður sinn hafa verið Jón varalögmann Ólafsson; þess má geta, að skáld voru í föðurætt Magnúsar). Móðir: Ingibjörg Jónsdóttir að Rófu í Miðfirði, Bjarnasonar. Var í fyrstu með móður sinni á ýmsum stöðum í Húnavatnsþingi, var síðan vermaður undir jökli og stundaði smíðar. Bjó frá 1787 á ýmsum stöðum í Breiðafjarðardölum, síðast að Laugum í Hvammssveit. Var atgervismaður. Pr. eru eftir hann (tvívegis) rímur af Bernótusi. Um kveðskap hans ella sjá Lbs., þ. á. m. rímur af Hávarði Ísfirðingi, af Tíodel og konu hans, af Hrafnistufeðgum, af Herði og Hólmverjum, af Bárði Snæfellsás, af Hemingi Áslákssyni, af Sigurði turnara, af Ármanni, af Agli Skalla-Grímssyni, af Cyrillus, af Ambrósíus og Rósamundu, af Hálfdani Eysteinssyni, af Búa Andríðarsyni, af Gretti sterka, af Gesti og Gnatus, af Göngu-Hrólfi, af Sturlaugi starfsama, af Þorsteini Víkingssyni, af Gríshildi góðu, af Sigurði konungi og Snjáfríði.

Kona 1 (2. júlí 1788): Sigríður (f. 1762, d. 3. júlí 1825) Jónsdóttir, Halldórssonar.

Börn þeirra: Jón í Sælingsdalstungu, Bjarni drukknaði, Magnús í Magnússkógum, Þórunn átti fyrr Arngrím Hallsson, Þorsteinssonar, síðar Bjarna Guðlaugsson, María átti Árna Sigurðsson frá Glerárskógum, Ingibjörg óg. og bl., Kristín óg. og bl.

Kona 2 (4, okt. 1827): Guðlaug (í. 1785, d. 3. dec. 1859) Einarsdóttir á Kýrunnarstöðum, Jónssonar, og hafði hún áður átt Guðmund smið Ormsson, en þau slitið samvistir.

Sonur þeirra Magnúsar: Guðlaugur, faðir Magnúsar í Hvammsdal (sjá rímur af Bernótusi, 2. pr., Rv. 1907).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.