Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(17. júlí 1878–2. okt. 1934)

Prófessor.

Foreldrar: Jón Þórðarson að Úlfljótsvatni og kona hans Guðrún Magnúsdóttir prests Nordahls í Meðallandsþingum, Jónssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1892, stúdent 1898, með 1. einkunn (103 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 19. febr. 1904, með 1. einkunn (125 st.), einnig próf þar í hagfræði 10. júní 1907, með 2. einkunn (119 st.).

Var lengi aðstoðarmaður, síðar fulltrúi í bæjarráði Kh. Prófessor í lögum í háskóla Ísl. 10. maí 1920, fjármálaráðherra "7. mars 1922–18. apr. 1923, varð þá aftur prófessor, fekk lausn frá kennsluskyldu 1934 vegna heilsuleysis. Ritstörf: Um íþróttaskóla (Ársrit fræðafél. 1918); Almannatrygging, Rv. 1926; Um ísl. lagasetning í Schlegelbergs Handwörterbuch fur Rechtswissenschaft, Berlin 1930; í handr. (fjölritað): Hjúskaparlögin, 1926–7. Var burða- og íþróttamaður. Hafði mikinn áhuga á landbúnaði, hafði síðari árin bú að Úlfljótsvatni o. fl. jörðum í Árnesþingi.

Kona: Hariett Bonnesen, dönsk kaupmannsdóttir. Synir þeirra: Ulf lögfræðingur, Vagn lögfræðingur (KlJ. Lögfr.; Árbók hásk. Ísl. 1934–5).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.