Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(1695– júlí 1764)

Umboðsmaður, stúdent.

Foreldrar: Jón sýslumaður yngri Sigurðsson í Einarsnesi og kona hans Ragnheiður Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, og orðið stúdent 1715. Mun hafa farið að búa í Einarsnesi um 1721, síðar á Gullberastöðum (er þar 1740), en á Brennisstöðum í Flókadal frá 1743 til æviloka. Hélt konungsjarðir í Borgarfirði 1727, en sagði því af sér 1734. Varð hreppstj. í Reykholtsdal 1754.

Kona 1 (1721): Margrét (d. 1725) Guðmundsdóttir í Álptanesi, Sigurðssonar (konungsleyfi til hjúskapar 14. apr. 1721, með því að þau voru bræðrabörn).

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Guðmund Teitsson í Sólheimatungu, Ragnhildur átti síra Magnús Sæmundsson á Þingvöllum, Ragnheiður d. bl. 1773.

Kona 2: Þórunn (f. um 1701, d. 5. júlí 1774) Árnadóttir prests í Hvítadal, Jónssonar. Synir þeirra: Síra Páll á Valþjófsstöðum, síra Gísli í Arnarbæli (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.