Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(1600–24. apr. 1675)

Sýslumaður.

Foreldrar: Jón sýslumaður eldri Magnússon prúða og kona hans Ástríður Gísladóttir lögmanns, Þórðarsonar, Lærði í Hólaskóla.

Fekk hálfa Barðastrandarsýslu 1636 og hélt til æviloka, bjó lengi í Haga, en síðar í Miðhlíð.

Var vitur maður og vinsæll, góðlátur og stilltur. Varð fyrir galdraáburði 1657 og öðrum leiðum áburði, en hratt hvorum tveggja með tytlftareiði 25. maí 1657.

Kona: Þórunn Þorleifsdóttir í Búðardal, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Þorleifur í Haga, Magnús sýslumaður á Eyri í Seyðisfirði, Guðríður átti Jón Torfason í Flatey, Elín átti Sigurð í Leirárgörðum Árnason lögmanns, Oddssonar (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.