Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(11. dec. 1771–15. sept. 1840)

Lögregluþjónn, stúdent.

Foreldrar: Jón járnsmiður Magnússon að Eiði á Seltjarnarnesi og kona hans Guðný Jónsdóttir að Fljóti í Byskupstungum, Sólmundssonar, Bergsveinssonar. Lærði smíðar hjá föður sínum, en skólanám hjá Páli konrektor Jakobssyni (1787–9) og var jafnframt óreglulegur nemandi í Reykjavíkurskóla, en síðan reglulegur, stúdent þaðan 1. júní 1793, með góðum vitnisburði, var síðan skrifari Magnúsar lögmanns Ólafssonar að Meðalfelli 1793–1800, var þar 3 ár eftir lát hans, fór 1803 að búa í Káraneskoti í Kjós, á Heiðarbæ í Þingvallasveit 1817, að Neðra Hálsi í Kjós 1819, fluttist til Rv. 1823, var þar um hríð lögregluþjónn, fekk síðan lítil eftirlaun, andaðist í Rv. úr lungnabólgu. Hann sókti 4–5 sinnum um prestaköll, en fekk ekki áheyrn, kvaðst að síðustu 28. júní 1826 ekki svara lengur hinum árlegu guðfræðaspurningum.

Hann var hagmæltur (sjá Lbs.).

Kona (15. okt. 1801): Sigríður (f. um 1764, d. í Laugarnesi 7. okt. 1846) Guðmundsdóttir prests að Krossi, Jónssonar; þau bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.