Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(1. sept. 1875 –6. febr. 1946)

. Formaður, ritstjóri. Foreldrar: Jón (d. 23. okt. 1889, 49 ára) Jónsson á Geldingaá í Leirársveit og kona hans Kristín (d. 1917, 74 ára) Jónasdóttir í Skarðskoti, Benediktssonar. Aflaði sér bóklegrar menntunar í æsku án skólagöngu; lærði og organleik. Var um hríð á Vatnsleysuströnd.

Stundaði sjómennsku í rúm 40 ár, frá 18 ára aldri; barnakennari í nokkur ár. Átti heima á Seyðisfirði 1902–16, en síðan í Vestmannaeyjum til æviloka. Formaður í 33 ár og útvegsmaður, aflasæll og farsæll.

Ritstjóri „Víðis“ í Vestm.eyjum 1933–42 og 5. júní 1943 –45. Hagmæltur, Dulnefni: Hallfreður. Kona (22. nóv. 1902): Hildur (d. 18. maí 1917, 34 ára) Ólafsdóttir á Seyðisfirði, Péturssonar. Börn þeirra: Ólafur ritstjóri, Rebekka, Jón, Sigurbjörg átti Axel Halldórsson, Unnur átti Hinrik sýslumann Jónsson, Sigurður, Kristín (o.fl.?) (Br7.; Víðir XX, 5. tbl.; Morgunbl. 1. sept. 1945; J.G.Ó.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.