Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Hávarðsson

(fremur um 1644 en 1634, sem þó er að ráða af manntali 1703–1714)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hávarður Sigurðsson að Desjarmýri og f.k. hans Ólöf Höskuldsdóttir prests í Heydölum, Einarssonar. Lærði í Skálholtsskóla (er þar veturinn 1662–3), vígðist 20. okt. 1667 aðstoðarprestur síra Eiríks Ólafssonar í Kirkjubæ í Tungu, fekk Desjarmýri 22. nóv. 1675, lét þar af prestskap í fardögum 1711, mun hafa andazt í Njarðvík.

Kona (um 1668). Herborg Einarsdóttir lögréttumanns hins digra í Njarðvík, Magnússonar.

Börn þeirra: Hávarður, vísað úr Skálholtsskóla 1687 vegna framfaraleysis, bjó á Bakka og á Gilsárvelli, Jón í Jórvík í Útmannasveit, Einar, Herborg átti síra Magnús Ketilsson aðstoðarprest á Desjarmýri (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.