Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Hákonarson

(16. sept. 1812–28. apr. 1875)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Síra Hákon á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Helga Árnadóttir í Meiri Hlíð í Bolungarvík, Magnússonar. Var eftir lát föður síns tekinn til fósturs af Magnúsi dómstjóra Stephensen í Viðey.

Kenndu honum þar Eggert Jónsson (síðar læknir) og síðan Hannes Stephensen (síðar prestur að Hólmi). Tekinn í Bessastaðaskóla 1826, stúdent 1833, með góðum vitnisburði Kenndi næsta vetur hjá Þorgrími ráðsmanni Tómassyni á Bessastöðum. Fór utan 1834, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh., með 1. einkunn, tók 2. lærdómspróf 1835, með 2. einkunn.

Lagði stund á guðfræði, en tók ekki próf. Var frá 1840 með þeim Stephensens-frændum, varð haustið 1842 skrifari og kennari hjá Magnúsi sýslumanni Stephensen í Vatnsdal, fekk Miklaholt 26. apr. 1845, vígðist 18. maí s. á., Reynisþing 17. júní 1854, Stað í Steingrímsfirði 27. júní 1866 og hélt til æviloka. Vel gefinn, vel að sér, málvandur, skáldmæltur (sjá Lbs.), afburðaræðumaður, söngmaður góður, frækinn í glímum og til sunds. Ritstörf: Skírnir 1838 (með Jóni Sigurðssyni); Albert Thorvaldsens ævisaga, Kh. 1841; húskveðja í útfm. síra Sigurðar Jónssonar frá Goðdölum, Rv. 1849. Í Ársriti presta í Þórsnesþingi, Rv. 1846–", eru honum eignaðar 2 greinir (um söng, um siðsemi við kirkjur).

Greinir og erfiljóð eru eftir hann í blöðum. Hann samdi og ritgerð um Kötlugos 1860.

Kona: Þuríður (d. 1875) Bjarnadóttir umboðsmanns í Þykkvabæ, Jónsonar,

Börn þeirra: Guðrún átti Samson Magnússon í Kálfanesi, Guðríður átti Andrés verzlunarmann í Flatey Sigurðsson, Bjarni dó 1875, Hákon byrjaði á skólanámi, sturlaðist á geði, Magnús trésmiður í Flatey, Helga í Flatey, Ólafur bókhaldari á Ísafirði (Bessastsk.; Vitæ ord. 1845; SGrBf.; o. fl.; mynd í ferðasögu P. Gaimards).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.