Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Hróbjartsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Hann var prestur í Holtaþingum, kemur fyrst við skjöl 1583 og er þá í Guttormshaga; um 1600 kærðu Hagasóknarmenn hann fyrir embættisvanrækslu, en hann bar við fátækt sinni og atvinnuleysi, enda var hann á hrakningi hér og þar um sóknir sínar, en 1604 samdist svo um, að hann skyldi sitja að tiltölu að kirkjum (3) prestakalls síns. Hann kemur við skjal 1607.

Kona: Guðrún Guðmundsdóttir.

Börn þeirra: Síra Þorvarður í Árnesi, Hróbjartur (fór og vestur), Þórunn átti síra Gísla Þorbjarnarson í Villingaholti, Ásta (eða Ásdís) átti Magnús „miser“ Illugason að Laugarási, Guðrún (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.