Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Hoffeld (Jónsson)

(um 1772–9. júní 1852)

Ráðsmaður.

Foreldrar: Jón sýslumaður Helgason í Hoffelli og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Hann er talinn stúdent úr heimaskóla 1790, en mun hafa orðið stúdent síðar, fór utan 1794, en finnst þó ekki skráður í stúdentatölu í háskólanum, er þó í Kh. veturinn 1795–6, fór þaðan til Noregs, var fyrst barnakennari, en síðast ráðsmaður í Harsel-járnverksmiðju í Modum.

Kona: Anna Sofía Wehling, f. Preus, og hefir því verið ekkja (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.