Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Helgason

(12. nóv. 1857–21. okt. 1940)

Prestur, skólastjóri.

Foreldrar: Helgi hreppstjóri Magnússon í Birtingaholti og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir sst., Magnússonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1871, stúdent 1877, með 1. eink, (92 st.), próf úr prestaskóla 1881, með 1. eink. (51 st.).

Kenndi fyrst í Flensborgarskóla.

Fekk Breiðabólstað á Skógarströnd 17. jan. 1883, vígðist 14. maí s.á., fekk Torfastaði 26. júlí 1884, fekk þar lausn frá prestskap 10. jan. 1905. Kennari í Flensborgarskóla 1905–8.

Skólastjóri kennaraskólans frá stofnun hans 17. júní 1908, til þess er hann sagði þar af sér 1929. Str. af fálk. 1. dec. 1927, str.* af fálk. 1. dec. 1939. Hann var í stjórn ýmissa menntafélaga í Rv. (þjóðvinafélags, bókmenntafélags, fornleifafélags).

Var manna ritfærastur. Ritstörf: Tala, Hf. 1908; (með Haraldi Níelssyni) Barnabiblía, Rv. 1912; Uppeldismál, Rv. 1919; Kvöldræður, Rv. 1931; Skólaræður, Rv. 1934; ýmsar greinir, ritdómar og útfm. í tímaritum (Huld, Nýju kirkjublaði, Dýravini. Andvara, Skírni) og blöðum. Var og skáldmæltur og birti kvæði á prenti nafnlaust (t. d. „Markúsarbrúnn“ í Dýraverndara 1937.

Kona (1. júní 1882): Steinunn (f. 14. febr. 1855, d. 18. nóv. 1929) Skúladóttir læknis að Móeiðarhvoli Thorarensens; þau bl. Hann gaf bókasafn sitt stúdentagarði og mikið í sjóðum til landspítalans, einnig nemendasjóð og sjúklingasjóð í kennaraskólanum og skáldverðlaunasjóð (Skýrslur; BJjM. Guðfr.; Sunnanfari VINI; Óðinn XVII; Unga Ísl. 9. og 32. árg; Æskan, 29. árg. Menntamál, 4., 13. og 14. árg.; Skírnir 1941; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.