Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Halldórsson

(um 1693–14. okt. 1778)

Prestur.

Foreldrar: Síra Halldór Magnússon í Árnesi og f.k. hans Guðrún Bjarnadóttir á Nauteyri, Sigurðssonar. Vígðist 12. apr. 1722 aðstoðarprestur föður síns, tók við Árnesi í fardögum 1732, við uppgjöf föður síns, fekk Garpsdal 1745, mun hafa tekið við í fardögum 1746, lét þar af prestskap 1758 og fekk síðan styrk uppgjafapresta; hann var í Gilsfjarðarmúla 1762, í Tjaldanesi 1772, en andaðist að Ball. ará. Í skýrslum Harboes er sagt, að það orð fari af honum, að hann sé reglusamur, þótt lítt sé lærður. Hann var mjög fátækur og bilaður á báðum fótum.

Kona: Þóra Sveinsdóttir á Finnbogastöðum, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðmundur trésmiður í Kh., nefndi sig Gudmann (sonur hans stofnaði Gudmannsverzlun á Akureyri), Halldór í Hænuvík, Guðbrandur á Bakka í Geiradal, Erlendur í Múlakoti í Þorskafirði, Björg bl., Ingibjörg var í Strandasýslu, Margrét óg., átti launbarn með Bjarna grobb, Erlendur d. ungur, Árni bl., Jón (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.