Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Hallason

(um 1742– í ág. 1778)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Halli Ólafsson að Þingmúla og kona hans Þórunn eldri Björnsdóttir lögréttumanns í Skaftafellsþingi, Þorleifssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1763, stúdent 1770, með lélegum vitnisburði, enda hafði hann verið veikur af Ígerð veturna 1768–9, varð 16. júlí 1771 djákn á Staðastað, en varð að láta af því starfi 1774, með því að djáknpeningar þar voru lagðir til Eyjólfs Johnsoníuss, hefir líkl. farið utan 1775, skráður í stúdentatölu í háskólanum 23. dec. 1775, þó með skilyrði um meiri kostgæfni við nám, andaðist þar úr skyrbjúgi, jarðsettur 14. ág. 1778 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.