Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Gíslason

(9. júní [2. júní, Bessastsk.] 1814–5. júní 1867)

Umboðsmaður o. fl.

Foreldrar: Síra Gísli Guðmundsson í Hítarnesi og kona hans Ragnhildur Gottskálksdóttir að Efra Ási í Hjaltadal, Jónssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1832, stúdent 1837, með mjög góðum vitnisburði. Varð þá skrifari hjá Bjarna amtmanni Þorsteinssyni á Arnarstapa, en 1842 hjá Lund sýslumanni í Mýrasýslu. Settur sýslumaður í Mýrasýslu 1847 fram á næsta ár, settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 1848, í Mýrasýslu aftur 1850, í Ísafjarðarsýslu 1851–4, gegndi enn Mýrasýslu 1860 fram á næsta ár, en Dalasýslu 1861–S5.

Hafði umboð Barðastrandar- og Álptafjarðarjarða 1848–57. 2. þjóðfm. Mýram. 1851. Hafði bú í Hítardal 1848–51, bjó á Hallsstöðum á Langadalsströnd 1855–7, í Álptártungu 1857–64, að Hrafnabjörgum í Hörðudal 1864–7. Var kraftamaður mikill, skörulegur og mikilúðlegur, talinn neyta um of áfengis. Þókti drengur góður og trygglyndur, enda vel látinn. Skarpgáfaður og vel að sér, skáldmæltur, fræðimaður nokkur (stúdentatal eftir hann er í handriti í Lbs.). Með bústýru sinni, Steinunni Gísladóttur í Hraunhöfn í Staðarsveit, Gíslasonar, átti hann 2 börn, og komst upp: Eyjólfur barnakennari, hagorður maður (auknefndur „ljóstoll- ' ur“), en þessi bústýra hans gekk 1854 að eiga Helga síðar að Hlíðarfæti Sveinbjarnarson (prests að Staðarhrauni, Sveinbjarnarsonar).

Kona Magnúsar varð síðan (4. okt. 1855): Helga (f. 1. mars 1833, d. 15. maí 1912) Ámundadóttir smiðs á Kirkjubóli í Langadal, Halldórssonar (prests á Mel, Ámundasonar).

Synir þeirra: Ásgeir Helgi fór ungur til útlanda, Þorbjörn fór austur í Múlaþing og andaðist þar, Magnús Húnbogi dó 26 ára á Velli í Hvolhreppi ókv. og bl., Rögnvaldur var hjá móður sinni á Ísafirði ókv. og bl. (Bessastsk.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.