Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Gíslason

(23. dec. 1819–23. apr. 1904)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Ólafsson í Sauðlauksdal og kona hans Sigríður Magnúsdóttir í Stóra Holti í Saurbæ, Jónssonar. F. að Helgafelli. Lærði fyrst hjá síra Helga síðar byskupi Thordersen og síra Ólafi E. Hjaltested. Tekinn í Bessastaðaskóla 1840, stúdent 1845 (84 st.).

Vígðist aðstoðarprestur föður síns 29. júní 1845, fekk prestakallið 17. apr. 1852, við uppgjöf hans, fekk þar lausn frá prestskap af vanheilsu 15. apr. 1879, fluttist að Kvígindisdal 1881 og var þar til æviloka.

Búhöldur, góður kennimaður og vel látinn.

Kona (3. júní 1846); Steinvör (f. 24. dec. 1817, d. 23. apr. 1894) Eggertsdóttir prests í Stafholti, Bjarnasonar; þau bl. (Vitæ ord. 1845; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.