Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Gíslason

(1737–1789)

Sýslumaður.

Foreldrar: Gísli byskup Magnússon og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir lögsagnara að Geitaskarði, Einarssonar., Lærði í Hólaskóla, stúdent 1757, fór utan 1758, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. dec. s.á., varð baccalaureus í heimspeki 30. júlí 1762, tók lagapróf 17. júní 1765, með 3. einkunn í báðum prófum, varð, er heim kom, ráðsmaður að Hólum, settur sýslumaður í Hegranesþingi 22. júlí 1771, en í Húnavatnsþingi snemma árs 1773, fekk konungsveiting 21. febr. 1774 og hélt til æviloka, bjó að Geitaskarði.

Kona (23. sept. 1771): Helga (f. 25. ág. 1755, d. 1. jan. 1784) Halldórsdóttir kirkjuprests að Hólum, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Gísli að Tjörn á Vatnsnesi, Oddur, síra Halldór í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Ingibjörg átti fyrr Jón smið Jónsson á Auðunarstöðum, síðar síra Einar Guðbrandsson á Hjaltabakka, Páll d. ungur (Tímar. bmf. Ill; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.