Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Gíslason

(1709–22. sept. 1742)

Prestur.

Foreldrar: Gísli lögréttumaður Ólafsson í Viðvík og kona hans Margrét Eiríksdóttir prests að Höfða, Hallssonar. Lærði í Hólaskóla, vígðist 19. apr. 1733 aðstoðarprestur síra Jóns Sigfússonar á Ríp, fekk prestakallið 1738, eftir lát hans, og hélt til æviloka. Fær meðalvitnisburð í skýrslum Harboes, en er ella talinn vel að sér, var og skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona: Valgerður Jónsdóttir að Sauðá, Jónssonar.

Börn þeirra: Margrét átti Jón Gíslason að Skálárhnjúki; sumir telja einnig Jón, er drukknað hafi syðra, bl., og Magnús blinda síðast að Skarði í Sauðárhreppi, og flosnaði hann upp (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.