Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Guðmundsson

(um 1705–19. ágúst 1766)

Prestur.

Foreldrar: *Síra Guðmundur Magnússon að Stafafelli og f. k. hans Sigríður Brynjólfsdóttir í Melrakkanesi, Guðmundssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1721, stúdent 1726, vígðist 22. apríl 1731 aðstoðarprestur síra Páls Högnasonar á Valþjófsstöðum, fekk það prestakall 27. mars 1733, en tók við því af síra Páli vorið 1734; vegna ósamlyndis við Hans sýslumann Wium fekk hann Hallormsstað 1742, í skiptum við síra Hjörleif Þórðarson, fluttist þangað 1743 og hélt til æviloka. Fær lélegan vitnisburð í skýrslum Harboes,; var hagmæltur (sjá Lbs.).

Kona (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 17. apr. 1733): Kristín (f. um 1696) Pálsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Högnasonar.

Börn þeirra: Stefán að Þverhamri, Sigríður átti Jón sýslumann Helgason að Hoffelli, Guðmundur fornritafræðingur „Magnæus“, Þóra, talin óg. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.