Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Guðmundsson

(um 1677–3. nóv. 1745)

Yfirbryti, lögréttumaður.

Foreldrar: Guðmundur lögréttumaður Magnússon á Leirubakka á Landi og kona hans Guðrún Magnúsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Jónssonar. F. á Húsabakka á Landi. Lærði fyrst 3 vetur hjá síra Bjarna Hallgrímssyni í Kálfholti (síðar í Odda), síðan 2 vetur hjá síra Páli Gunnarssyni á Gilsbakka, tekinn í Skálholtsskóla 1695, stúdent 1701, var 8 ár yfirbryti í Skálholti (enda hafði hann 2 síðustu sumurin í skóla verið í þjónustu Jóns byskups Vídalíns), fór síðan að búa að Skarði á Landi og fekk Skammbeinsstaðaumboð, en fluttist að Núpi í Fljótshlíð um 1726 og andaðist þar. Varð lögréttumaður í Rangárþingi 1715.

Kona (1710). Sigríður (f. um 1675, d. 1741) Bjarnadóttir prests á Höskuldsstöðum, Arngrímssonar; þau bl.

Launsonur hans (með Guðrúnu, laundóttur Jóns Þorleifssonar lögmanns, Kortssonar): Þorkell bjó á Landi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.