Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Guðmundsson

(6. febr. 1879–28. nóv. 1937)

Ráðherra.

Foreldrar: Guðmundur Þorsteinsson í Holti í Svínadal og kona hans Björg Magnúsdóttir að Grófargili, Magnússonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1896, stúdent 1902, með ágætiseinkunn (106 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 25. júní 1907, með 1. einkunn (175 st.). Varð s.á. aðstoðarmaður í stjórnarráði (atvinnudeild), fekk Skagafj.sýslu 24. júlí 1912, frá 1. sept. s.á. og átti heima að Sauðárkróki.

Varð 13. mars 1918 skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti, fjármálaráðherra 25. febr. 1920– 7. mars 1922, varð þá hæstaréttarmflm., atvinnumálaráðherra 22. mars 1924–28. sept. 1927 (einnig dómsmálaráðherra frá 1926). Þá enn hæstarmflm., dómsmálaráðherra 4. júní 1932–29. júlí 1934, varð þá enn hæstarmflm. til æviloka. Þm. Skagf. 1916–37, landskj. þm. 1937. Stórkr. af dbr. 7. maí 1926.

Kona: Sofía (f. 6. okt. 1878) Bogadóttir Smiths í Arnarbæli á Fellsströnd, og voru þau systkinabörn.

Börn þeirra: Bogi stýrimaður (d. 1937, ókv. og bl.), Björg átti Jónas fulltrúa borgarfógeta Thoroddsen í Rv., Þóra átti Pétur búfræðing og tilraunastjóra Gunnarsson (Andvari, 67. árg.; BB. Sýsl.; KIlJ. Lögfr.; Alþingismannatal; Alþingistíð. 1937; Óðinn XVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.