Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Gizurarson

(– – 1663)

Bartskeri að Lokinhömrum. Foreldrar Gizur Þorláksson að Núpi í Dýrafirði og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir sýslumanns að Reykhólum (Staðarhóls-Páls), Jónssonar.

Nam lækningar í Þýzkalandi.

Talinn „vitur maður, málsnjall og skáld gott“ (ekki er þó kunnugt kveðskapar hans, utan eitt kvæði, lítt merkt).

Kona: Þorkatla Snæbjarnardðóttir prests á Kirkjubóli, Torfasonar (PEÓI. Mm.; Bps. bmf. II).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.