Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Gizurarson

(– – 1236)

Byskup í Skálholti 1216–36.

Foreldrar: Gizur lögsögumaður Hallsson og Álfheiður Þorvaldsdóttir auðga (hálfsystir Guðmundar dýra). Fóstraðist upp með Þorláki byskupi helga.

Var hafður á orði til byskups að Hólum í móti Guðmundi Arasyni, en það að honum fundið, að hann væri utanhéraðsmaður.

Réðst til forráða í Skálholt 1213, kosinn þar byskup 1215, vígðist 1216 og hélt til æviloka. Fór vel með forræði sínu á þeim vandræðatímum, er hófust á byskupsárum hans.

Kona: Halldóra Hjaltadóttir (Bps. bmf. 1.; Sturl.; Landn.; Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.