Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Friðriksson

(18. okt. 1862 – 23. okt. 1947)

. Bóndi.

Foreldrar: Friðrik (d. 13. júní 1868, 38 ára) Nikulásson á Skerðingsstöðum í Dalasýslu og kona hans Björg (d. 19. jan. 1919, 83 ára) Grímsdóttir í Hvammsdal í Saurbæ og síðar á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd, Guðmundssonar. Búfræðingur í Ólafsdal 1886.

Bóndi í Knarrarhöfn í Hvammssveit í 5 ár, í Arnarbæli á Fellsströnd í 11 ár og á Staðarfelli í 23 ár; fluttist þá til Stykkishólms og átti þar heima til æviloka. Varð efnabóndi og gerði miklar umbætur á eignarjörð sinni, Staðarfelli, gaf þá jörð til stofnunar húsmæðraskóla til minningar um einkason sinn og fósturson, er drukknuðu fyrir landi á Staðarfelli 2. okt. 1920.

Gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum og vann að félagsskap um búnaðarmál og verzlunar- og samgöngumál. Var einn af stofnendum Búnaðarsambands Dala- og Snæfellsness 1914 og stjórnarformaður þess lengst af síðan; fulltrúi á búnaðarþingi um 20 ár. Oddviti hreppsnefndar í aldarfjórðung; hreppstjóri eftir að hann kom til Stykkishólms. Stjórnandi Flóabátsfélags Breiðafjarðar um skeið.

Einn af stofnendum Verzlunarfélags Dalasýslu 1886 og deildarstjóri þar lengi. Hlaut heiðurslaun úr Styrktarsjóði Kristjáns X 1919. Heiðursfélagi Búnaðarfélags Íslands og Búnaðarsambands Dala og Snæf. R. af fálk. 1920. Kona (2. júlí 1887): Soffía (d. 3. jan. 1946, 79 ára) Gestsdóttir á Skerðingsstöðum í Dalasýslu, Steinssonar. Börn þeirra: Gestur gagnfræðingur, Björg átti Magnús Jónasson í Túngarði, Þuríður átti Sigfinn Sigtryggsson á ÁAkri (Br7.; Breiðfirðingur VI– VII; Óðinn XXKV; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.