Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Eyjólfsson

(15. og 16. öld)

Prestur.

Foreldrar: Eyjólfur mókollur Gíslason í Haga og kona hans Helga Þorleifsdóttir hirðstjóra að Reykhólum, Björnssonar, Lærði að Helgafelli hjá Narfa ábóta, fekk Selárdal 29. sept. 1515, og var þá subdjákn að vígslu, er nefndur officialis vestra 1541, gaf upp Selárdal 6. sept. 1546 við mág sinn, síra Gísla Jónsson, síðar byskup, fluttist að föðurleifð sinni Haga og hafði prestskap um Barðaströnd. Hann var í tölu heldri klerka á sinni tíð.

Kemur enn við bréf 1570, en er d. fyrir 5. ág. 1578. Sumir nefna konu hans Kristínu Nikulásdóttur. Synir hans: Eyjólfur eldri að Hóli í Bíldudal, Eyjólfur yngri í Haga, Þormóður.

Sumar heimildir telja og fleiri börn hans, hver skilríki sem fyrir því kunna að vera (Dipl. Isl.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.