Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Erlendsson

(9. jan. 1758–23. jan. 1836)

Prestur.

Foreldrar: Síra Erlendur Jónsson að Hrafnagili og kona hans Guðlaug Magnúsdóttir prests á Grenjaðarstöðum, Markússonar.

Tekinn í Hólaskóla 15. jan. 1773, stúdent 23. apr. 1778, með góðum vitnisburði, vígðist 1. júní 1783 aðstoðarprestur föður síns, bjó á Þórustöðum frá 1787, á Öngulsstöðum frá 1792 og þjónaði Kaupangssókn, fekk Munkaþverárklaustursprestakall #18. júní 1796, hafði og áður jafnframt verið aðstoðarprestur síra Gunnlaugs Eiríkssonar þar, fluttist 1800 að Björk, en þjónaði sem áður Kaupangssókn, fekk 18. júní 1803 Hrafnagil og hélt til æviloka, og var Munkaþverá látin fylgja, varð aðstoðarprófastur hjá föður sínum 1794, varð fullkominn prófastur í Vaðlaþingi 1802 og hélt því starfi einnig til æviloka. Hann þókti hinn mesti merkismaður, þótt hann væri drykkfelldur nokkuð.

Kona (29. sept. 1778): Ingibjörg (f. um 1756, d. 3. dec. 1838) Sveinsdóttir lögmanns, Sölvasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðlaug fyrsta kona Guðjóns Sigurðssonar að Sjávarborg, síðast í Klauf í Eyjafirði, Rannveig átti Jón Ívarsson frá Naustum, Jónssonar, Valgerður s.k. síra Sigurðar Árnasonar að Hálsi í Fnjóskadal, Karítas átti Jósep Grímsson á Stokkahlöðum, Guðrún átti síra Hallgrím Thorlacius að Hrafnagili, Ingibjörg átti Jafet Diðriksson að Vögl(Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.