Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Eiríksson

(um 1568–1652)

Prestur.

Foreldrar: Síra Eiríkur Magnússon að Auðkúlu og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir. Er orðinn aðstoðarprestur föður síns eigi síðar en 1593. Hélt Auðkúlu 1596–1650 samkvæmt vitnisburði sjálfs hans, enn á lífi 12. júní 1652.

Kona 1: Steinvör Pétursdóttir að Svínavatni, Filippussonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Jón eldri skáld að Laufási, síra Jón yngri á Eyri í Skutulsfirði, síra Sigurður að Auðkúlu, síra Bjarni að Eyjadalsá, Helga átti Pétur Jónsson á Grund í Svínadal, Geirmundssonar, Katrín átti Þorstein Gíslason (bróður síra Bjarna í Garði), Hallgrímur gullsmiður utanlands, Gunnar prentari í Kh.

Kona 2: Guðrún Jónsdóttir prentara, Jónssonar. Dóttir þeirra: Guðrún átti Þorleif Ólafsson prests á Stað í Steingrímsfirði, Halldórssonar. Síra Magnús hefir tvívegis átt barn í lausaleik, í síðara sinn um 1612 (sjá sakeyrisreikninga Húnavatnsþings 1612–13), þá Sjálfsagt í milli kvenna (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.