Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Eiríksson
(22. júní [21. júní, Bessastsk.]– 1806–3. júlí 1881)
Guðfræðingur.
Foreldrar: Eiríkur Grímsson að Skinnalóni á Sléttu og kona hans Þorbjörg Stefánsdóttir Þrests að Presthólum Schevings.
Lærði fyrst hjá síra Guttormi Pálssyni, síðan hjá síra Þorsteini Hjálmarsen. Tekinn í Bessastaðaskóla 1824, stúdent 4. júní 1829, með vitnisburði í betra meðallagi, var síðan 2 ár skrifari hjá Krieger stiftamt"manni, fór utan 1831, skráður í stúdentatölu s.á. tók annað lærdómspróf 1832, guðfræðaPróf 1837, öll með 1. einkunn.
Var hér sumarið 1837, en síðan í Kh. til æviloka, fekk Hólma í Reyðarfirði 11. dec. 1839 (sem bróðir hans sókti um að honum fornspurðum), afsalaði sér þeim næsta ár, fekk Stokkseyri 31. júlí 1856, afsalaði sér einnig því prestakalli næsta vor. Hafði framan af ofan af fyrir sér með því að leiðbeina stúdentum undir háskólapróf, sinnti mjög um tíma stjórnmálum, var t.d. um tíma í byrjun í stjórn „bændavinaflokks' “ Dana og þingmannsefni þeirra, einnig í stjórn „Nýrra félagsrita“ löngum og h. ísl. bmf. og heiðursfélagi þess.
Tók snemma að sinna rannsóknum í trúarefnum og hefir birt á prenti fjölda rita í þeirri grein: Om Baptister og Barnedaab, Kh. 1844: Dr. Martensens trykte moraliske Paragrapher, Kh. 1846; Hvem har Ret, Grundtvigianerne eller deres Modstandere, Kh. 1863; Jóhannesarguðspjall og lærdómur kirkjunnar um guð, Kh. 1865; Nokkurar athugasemdir, Kh. 1868; Kunne vi elske Næsten som os selv?, Kh. 1870; Om Bönnens Virkning, Kh. 1870; Paulus og Christus, Kh. 1871 o. fl. Í handritum er til mikið safn bréfa til hans og rit hans um drauma (sjá Lbs.). Ókv. og bl. (Bessastsk.; Tímar. bmf. VIN; Bricka; Det nittende Aarhundr. 1877; Vodskov: Spredte Studier; Eiríkur Albertsson: Magnús Eiríksson, Rv. 1938; Heimdallur, Kh. 1884; Óðinn VINI; 27* Skírnir 1824; HÞ.Guðfr.; HÞ.).
Guðfræðingur.
Foreldrar: Eiríkur Grímsson að Skinnalóni á Sléttu og kona hans Þorbjörg Stefánsdóttir Þrests að Presthólum Schevings.
Lærði fyrst hjá síra Guttormi Pálssyni, síðan hjá síra Þorsteini Hjálmarsen. Tekinn í Bessastaðaskóla 1824, stúdent 4. júní 1829, með vitnisburði í betra meðallagi, var síðan 2 ár skrifari hjá Krieger stiftamt"manni, fór utan 1831, skráður í stúdentatölu s.á. tók annað lærdómspróf 1832, guðfræðaPróf 1837, öll með 1. einkunn.
Var hér sumarið 1837, en síðan í Kh. til æviloka, fekk Hólma í Reyðarfirði 11. dec. 1839 (sem bróðir hans sókti um að honum fornspurðum), afsalaði sér þeim næsta ár, fekk Stokkseyri 31. júlí 1856, afsalaði sér einnig því prestakalli næsta vor. Hafði framan af ofan af fyrir sér með því að leiðbeina stúdentum undir háskólapróf, sinnti mjög um tíma stjórnmálum, var t.d. um tíma í byrjun í stjórn „bændavinaflokks' “ Dana og þingmannsefni þeirra, einnig í stjórn „Nýrra félagsrita“ löngum og h. ísl. bmf. og heiðursfélagi þess.
Tók snemma að sinna rannsóknum í trúarefnum og hefir birt á prenti fjölda rita í þeirri grein: Om Baptister og Barnedaab, Kh. 1844: Dr. Martensens trykte moraliske Paragrapher, Kh. 1846; Hvem har Ret, Grundtvigianerne eller deres Modstandere, Kh. 1863; Jóhannesarguðspjall og lærdómur kirkjunnar um guð, Kh. 1865; Nokkurar athugasemdir, Kh. 1868; Kunne vi elske Næsten som os selv?, Kh. 1870; Om Bönnens Virkning, Kh. 1870; Paulus og Christus, Kh. 1871 o. fl. Í handritum er til mikið safn bréfa til hans og rit hans um drauma (sjá Lbs.). Ókv. og bl. (Bessastsk.; Tímar. bmf. VIN; Bricka; Det nittende Aarhundr. 1877; Vodskov: Spredte Studier; Eiríkur Albertsson: Magnús Eiríksson, Rv. 1938; Heimdallur, Kh. 1884; Óðinn VINI; 27* Skírnir 1824; HÞ.Guðfr.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.