Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Einarsson

(– – 1682)

Prestur,

Foreldrar: Síra Einar Magnússon að Myrká og kona hans Helga Jónsdóttir prentara, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, vígðist 4. maí 1651 að Myrká, en veitingin ónýttist, því að síra Þórður Sigfússon fekk 1652 veiting hirðstjóra, en þó fekk síra Magnús að vera með móður sinni á hálfum staðnum fardagaárið 1652–3, missti rétt til prestskapar fyrir of bráða barneign með konu „sinni, fekk uppreisn 24. mars 1662, fekk Miklagarð 1665, Kvíabekk vorið 1667, Undornfell 1674, í skiptum við síra Magnús Sigurðsson, og hélt til æviloka. Var maður hrekklaus og heldur einfaldur.

Kona: Oddný Einarsdóttir á Víðivöllum, Péturssonar, kvenskörungur mikill,

Börn þeirra: Björn að Sjávarborg, Sigurður, Rafn, Einar, Ragnhildur (eða Rannveig) átti Bjarna Jónsson á Holtastöðum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.