Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Einarsson
(um 1675–23. febr. 1728)
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Skúlason í Garði og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir prests í Glaumbæ, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, missti prestskaparréttindi fyrir lausaleiksbrot (með Þuríði Björnsdóttur í Viðvík, Grímssonar, hét dóttir þeirra Guðrún og dó uppkomin), fekk uppreisn, mun haustið 1706 hafa vígzt aðstoðarprestur föður síns, bjó í Keldunesi, fekk Húsavík 16. febr. 1712 og hélt til æviloka, drukknaði af báti út af Tjörnesi. Talinn vel gefinn, búsýslumaður og karlmenni; hann átti deilur nokkurar við síra Jón (greipaglenni) Einarsson á Skinnastöðum, en þeir sættust heilum sáttum 1713.
Kona (kaupmáli 25. okt. 1704): Oddný Jónsdóttir í Keldunesi, Árnasonar.
Börn þeirra: Jón eldri, efnismaður (d. 18 vetra), síra Jón á Staðastað, Einar Hólaráðsmaður, umboðsmaður Miðfjarðarjarða, að Bjargi í Miðfirði, Sigríður átti síra Jón Vídalín að Laufási, Guðrún eldri (d. óg. 1738), Guðrún yngri f. k. síra Ketils Jónssonar í Húsavík, Skúli landfógeti. Oddný ekkja síra Magnúsar varð síðar s.k. síra Þorleifs Skaftasonar að Múla (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Skúlason í Garði og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir prests í Glaumbæ, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, missti prestskaparréttindi fyrir lausaleiksbrot (með Þuríði Björnsdóttur í Viðvík, Grímssonar, hét dóttir þeirra Guðrún og dó uppkomin), fekk uppreisn, mun haustið 1706 hafa vígzt aðstoðarprestur föður síns, bjó í Keldunesi, fekk Húsavík 16. febr. 1712 og hélt til æviloka, drukknaði af báti út af Tjörnesi. Talinn vel gefinn, búsýslumaður og karlmenni; hann átti deilur nokkurar við síra Jón (greipaglenni) Einarsson á Skinnastöðum, en þeir sættust heilum sáttum 1713.
Kona (kaupmáli 25. okt. 1704): Oddný Jónsdóttir í Keldunesi, Árnasonar.
Börn þeirra: Jón eldri, efnismaður (d. 18 vetra), síra Jón á Staðastað, Einar Hólaráðsmaður, umboðsmaður Miðfjarðarjarða, að Bjargi í Miðfirði, Sigríður átti síra Jón Vídalín að Laufási, Guðrún eldri (d. óg. 1738), Guðrún yngri f. k. síra Ketils Jónssonar í Húsavík, Skúli landfógeti. Oddný ekkja síra Magnúsar varð síðar s.k. síra Þorleifs Skaftasonar að Múla (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.