Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Einarsson
(um 1624–1707)
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Sigurðsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Helga Snorradóttir lögréttumanns að Varmalæk, Ásgeirssonar. Svo er talið, að hann ætti launson (Andrés í Grænanesi) 14 ára gamall, en þetta er rangt, því að Andrés var hjónabandsbarn, f. 1653. Lærði í Skálholtsskóla, fekk Ögurþing 1647, vígðist 11. júlí s.á., varð 1652 aðstoðarprestur föður síns og bjó í Kaldrananesi, varð síðan aðstoðarprestur síra Einars Torfasonar á Stað, en hann varð honum hlutskarpari um Stað, með því að hann var attestatus, og hélt Kaldrananessókn samkv. veitingu fógeta 13. júlí 1670, tók við þjónustu á Stað 1679, tók að fullu við þar í fardögum 1683 og hélt til æviloka; varð prófastur í Strandasýslu 1683, en mun hafa látið af því starfi 1700. Hann var merkisprestur og vel metinn, varð sinnisveikur 1695 og lá lengi í kör.
Kona (kaupmáli 1. ág. 1652): Guðrún (f, um 1627, d. 1707) Halldórsdóttir á Melgraseyri, Andréssonar.
Börn þeirra: Andrés í Grænanesi, Snjólfur hreppstjóri að Hamri á Selströnd, síra Halldór í Árnesi, Magnús, Einar, Jón eldri (drukknaði bl.), Jón yngri, síra Þorvarður í Sauðlauksdal, síra Arnfinnur í Ögurþingum, Bríet átti Ólaf Atlason að Gautshamri, Guðrún átti Jón yngra Jónsson frá Stóra Ási, Vigfússonar, Kristín átti Jón Ásbjarnarson (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Sigurðsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Helga Snorradóttir lögréttumanns að Varmalæk, Ásgeirssonar. Svo er talið, að hann ætti launson (Andrés í Grænanesi) 14 ára gamall, en þetta er rangt, því að Andrés var hjónabandsbarn, f. 1653. Lærði í Skálholtsskóla, fekk Ögurþing 1647, vígðist 11. júlí s.á., varð 1652 aðstoðarprestur föður síns og bjó í Kaldrananesi, varð síðan aðstoðarprestur síra Einars Torfasonar á Stað, en hann varð honum hlutskarpari um Stað, með því að hann var attestatus, og hélt Kaldrananessókn samkv. veitingu fógeta 13. júlí 1670, tók við þjónustu á Stað 1679, tók að fullu við þar í fardögum 1683 og hélt til æviloka; varð prófastur í Strandasýslu 1683, en mun hafa látið af því starfi 1700. Hann var merkisprestur og vel metinn, varð sinnisveikur 1695 og lá lengi í kör.
Kona (kaupmáli 1. ág. 1652): Guðrún (f, um 1627, d. 1707) Halldórsdóttir á Melgraseyri, Andréssonar.
Börn þeirra: Andrés í Grænanesi, Snjólfur hreppstjóri að Hamri á Selströnd, síra Halldór í Árnesi, Magnús, Einar, Jón eldri (drukknaði bl.), Jón yngri, síra Þorvarður í Sauðlauksdal, síra Arnfinnur í Ögurþingum, Bríet átti Ólaf Atlason að Gautshamri, Guðrún átti Jón yngra Jónsson frá Stóra Ási, Vigfússonar, Kristín átti Jón Ásbjarnarson (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.