Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Einarsson

(um 1415 – 1478)
. Prestur. Faðir: Einar (f, um 1375, d. eftir 1453) Magnússon síðast í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Er djákni á Hólum 1430–32; vígður til prests um (eða litlu fyrir) 1439, fyrst að Hólum í Hjaltadal; svo prestur á Möðruvöllum í Eyjafirði; mjög handgenginn Þorvarði Loftssyni og Margréti konu hans Vigfúsdóttur. Mun hafa verið barnlaus (Dipl. Ísl.; SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.