Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Einarsson

(1814–27. maí 1892)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Einar (d. 27. júlí 1843, 78 ára) Þórólfsson í Kalmanstungu og kona hans Helga (d. 7. nóv. 1864, 86 ára) Snæbjörnsdóttir prests í Grímstungum, Halldórssonar (biskups á Hólum, Brynjólfssonar).

Bóndi á Bjarnastöðum í Hvítársíðu 1842–55; í Höfn í Melasveit 1856–64 og á Hrafnabjörgum í Svínadal 1864–82.

Lengi hreppstjóri í Strandarhreppi. Mikill vexti og annálaður fyrir karlmennsku, þrekmaður og söngmaður mikill, forsöngvari í kirkju. All-fornmannlegur ásýndum. Dó í Ólafsvík, Kona 1 (1843): Þuríður (d. 30. ág. 1855, 41 árs) Árnadóttir á Bjarnastöðum, Guðmundssonar. Börn þeirra: Árni í Ólafsvík, Kristín átti Halldór Jónsson, Bjarnasonar. Kona 2 (7. júlí 1856): Úlfhildur (d. 22. jan. 1889, 71 árs) Bjarnadóttir í Vatnshorni, Hermannssonar.

Sonur þeirra: Bjarni fór til Vesturheims (A.G.; kirkjub.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.