Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Einarsson

(1688? –1752)

Skrifari og málari á Jörfa í Haukadal.

Foreldrar: Síra Einar Jónsson að Eiðum og kona hans Kristín Magnúsdóttir í Hvítanesi og Ögri, Bárðarsonar. Er líklega í Skálholti 1703, þá talinn sveinn; er sumstaðar talinn stúdent. Vann talsvert að uppskriftum fyrir Árna Magnússon og dró upp (sjá handritasöfn).

Kona: Helga Jónsdóttir að Vatnshorni, Hákonarsonar; þau bl. og slitu samvistir (BB. Sýsl.; SGrBf.; Manntal 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.