Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Einarsson

(16. apr. 1870–2. nóv. 1927)

Dýralæknir í Rv.

Foreldrar: Einar alþm. Gíslason á Höskuldsstöðum í Breiðdal og kona hans Guðrún Helga Jónsdóttir að Gilsá, Einarssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1885, stúdent 1891, með 1. einkunn (94 st.), tók heimspekipróf í háskólanum í Kh. 1892, lauk prófi þar í dýralækningum 1896, með 1. eink.

Var síðan dýralæknir í Rv. til æviloka. Eftir hann er pr.: Um fjárkláða, Rv. 1897; Aöflutningsbann, Rv. 1909; sá (með öðrum) um „Frey“ 1904–19, og eru þar greinir eftir hann, sumar sérprentaðar.

Kona: Ásta Sigríður (f. 5. dec. 1878) Lárusdóttir dómstjóra, Sveinbjörnssonar.

Börn þeirra: Lárus læknisfræðiprófessor í Árósum, Guðrún átti Finn bóksala Einarsson í Rv., Helga átti Finn Veilschov Rasmussen verzlunarfulltrúa í Danm., Birgir lyfjafræðingur (Freyr, 31. árg.; Óðinn XXIII; Ægir, 20. árg.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.