Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Einarsson

(15. sept. 1795–4. júní 1876)

Bóndi. 27

Foreldrar: Einar Sveinbjarnarson í Svefneyjum og kona hans Þorbjörg Eyjólfsdóttir. Bjó ýmist í Hvallátrum eða Skáleyjum.

Kona 1: Sigríður Einarsdóttir í Skáleyjum, Ólafssonar.

Börn þeirra: Guðrún, Sveinbjörn, Einar, Þorbjörg, Einar yngri, Eggert skipstjóri Vatnsdal, Sigríður.

Kona 2: Steinunn Guðbrandsdóttir (ekkja); þau bl.

Á efstu árum sínum átti hann dóttur með ráðskonu sinni, Guðrúnu Andrésdóttur: Jónu Maríu.

Sinnti mjög trúmálum. Ritaði bæklinga gegn Magnúsi guðfræðing Eiríkssyni. Skýringar pr. í Kh. 1866; Athugasemdir, Ak, 1867; greinir í blöðum (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.