Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Einarsson

(13. júlí 1734–29. nóv. 1794)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Einar síðast spítalahaldari að Möðrufelli Jónsson og f.k. hans Guðrún Magnúsdóttir í Saurbæ í Hörgárdal, Jónssonar. F. í Nesi í Eyjafirði. Lærði undir skóla hjá Þórarni sýslumanni Jónssyni á Grund og naut styrks hans. Tekinn í Hólaskóla 1754, stúdent 1759, varð djákn að Möðruvallaklaustri 18. maí 1761, fekk Stærra Árskóg 18. mars 1763, vígðist 1. maí s.á. Fekk í ársbyrjun 1765 uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni, varð því að fara frá Stærra Árskógi og fekk Upsir um 25. okt. 1765 (í skiptum við síra Jón Jónsson), fluttist þangað vorið 1766, kvaddur til að vera aðstoðarprestur síra Ara Þorleifssonar að Tjörn í Svarfaðardal 23. jan. 1769, með fyrirheiti um prestakallið eftir hann, enda fekk hann það 8. mars s. á. og hélt til æviloka. Hann var gáfumaður mikill og andríkur kennimaður, en mjög fátækur, enda nokkuð drykkfelldur framan af.

Hann hefir orkt mjög mikið, og er mest óprentað (sjá Lbs.), en sálmar eru pr. eftir hann í sálmabók 1772 og síðan, vikusálmar í Vikuoffri (Hól. 1780, Viðey 1837), vikukvöldvers í Bæna- og sálmakveri, Ak. 1853.

Kona 1 (1764): Sofía (f. 1745, d. 5. júlí 1787) Björnsdóttir prests að Eyjadalsá Schevings.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Gísli að Tjörn, Björn á Jarðbrú, Þorsteinn á Hreiðarsstöðum, Einar að Steindyrum, Magnús að Miðhúsum, Sigríður átti Arngrím silfursmið Arngrímsson á Þorsteinsstöðum.

Kona 2: Guðrún Höskuldsdóttir.

Dóttir þeirra: Guðrún átti Guðmund Jónsson í Ingvörum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.