Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Brynjólfsson

(29. dec. 1821 – 12. maí 1910)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Brynjólfur Teitsson í Gerði á Akranesi og kona hans Margrét Brandsdóttir. Bóndi á Dysjum á Álftanesi.

Hreppstjóri og sáttamaður yfir 30 ár. Dbrm. 8. dec. 1888. Kona 1 (15. maí 1845): Þorbjörg (d. 9. nóv. 1861, 36 ára) Jóhannsdóttir prests á Hesti, Tómassonar. Börn þeirra: Brynjólfur, Jóhann, Jóna, Oddný. Kona 2 (4. júní 1866): Karítas (d. 16. ág. 1877, 38 ára) Einarsdóttir á Bjarnastöðum á Álftanesi, Árnasonar. Börn þeirra: Þorbjörg, Anna f.k. Sigurðar skólastjóra Jónssonar, Guðríður (Kirkjubækur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.