Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Björnsson

(– – 1635)

Prestur.

Foreldrar: Björn Magnússon að Laxamýri og kona hans Guðríður Þorsteinsdóttir prests að Múla, TIIugasonar. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1623.

Hefir líkl. vígzt 1625 og þá í Miðdalaþing (þar getur hans í skjali 1627), hefir haldið þau til æviloka.(er látinn fyrir 15. febr. 1636). Sumir telja hann ókv. og bl., en D.N. Prest. telur konu hans Valgerði Stefánsdóttur prests að Undornfelli, Guðmundssonar, og hefir hann þá verið s.m. hennar, því að hún var s.k. síra Ólafs Brandssonar að Kvennabrekku (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.