Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Björnsson

(í mars 1746–[1744, Vita, og mun það rangt] –30. maí 1784)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Magnússon á Grenjaðarstöðum og kona hans Elín Benediktsdóttir lögmanns, Þorsteinssonar. Tekinn í Hólaskóla 1759, stúdent 14. maí 1765, fór utan 1766, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. dec. s.á., tók guðfræðapróf 29. mars 1769, með 3. einkunn, vígðist aðstoðarprestur síra Jóns Stefánssonar á Helgastöðum 7. júlí 1771, sagði af sér því starfi veturinn 1779, en tók það aftur að sér s. á., en er síra Jón sagði af sér vorið 1781, treystist hann ekki til að taka að sér þjónustu prestakallsins vegna veikinda (geðbilunar) og sagði af sér 3. maí s. á., en svo var um samið, að hann skyldi halda sem svaraði aðstoðarprestslaunum þeim, er hann hafði haft. Í skýrslu byskups 20. sept. 1784 er það tekið fram, að hann hafi dáið úr hungri.

Kona (1. júní 1776): Kristín (f. 1. jan. 1741, d. 2. jan. 1788) Stefánsdóttir prests að Laufási, Einarssonar. Dóttir þeirra: Jórunn átti fyrr Árna Jónsson í Miðvík, síðar Tómas Helgason á Torfmýri (Vitæ ord.; HÞ. Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.