Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Björnsson

(um 1767 – 28. júlí 1843)

. Hreppstjóri.

Foreldrar: Björn Ólafsson og Jarþrúður (d. 20. ág. 1825, 77 ára) Jónsdóttir á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði, Stefánssonar. Fæddur á Geitaskarði í Langadal. Bóndi í Hvammi í Svartárdal í 50 ár. Efnamaður og góður smiður, valinkunnur.

Hreppstjóri 1813–23. Fekkst nokkuð við lækningar. Átti þátt í samtökum bænda (um 1806) um að flytja vörur sínar suður í Rv. til sölu, vegna óhagstæðrar verzlunar í Höfðakaupstað.

Getið er viðureignar hans við Jörund hundadagakóng, er þeir hittust á fjallvegi og Jörundur vildi ræna hestum hans, en hætti við, er hann mætti einarðlegri mótstöðu og ásökun.

Kona 1: Þuríður (f. um 1776, d. fyrir 1814) Jónsdóttir. Sonur þeirra: Guðmundur í SyðraVallholti. Kona 2 (23. okt. 1832): Björg (d. 21. jan. 1860, 69 ára) Jónsdóttir frá Refsstöðum; þau bl. Laundóttir Magnúss: Ingibjörg (í. 1815), dó óg. 1838 (Brandsstaðaannáll; Árbækur Espólíns XI; Jón Þorkelsson: Saga Jörundar hundadagakóngs; Ævisaga Gísla Konráðssonar, Rv. 1911 –14; Sami: Jörgens þáttur (í Lbs.); Helgi P. Briem: Sjálfstæði Íslands 1809, Rv. 1936).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.