Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Björnsson

(um 1668–1707)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Björn Jónsson á Hvanneyri og s.k. hans Þórey Bjarnadóttir. Lærði í Hólaskóla, varð lögsagnari Rögnvalds sýslum. Sigmundssonar í Strandasýslu 1691, fekk uppreisn fyrir barneign 21. apr. 1694 (sumir telja hann í þjónustu Magnúsar lögmanns Jónssonar að Ingjaldshóli og síðan lögsagnara Andrésar Andréssonar í Dalasýslu), fekk Snæfellsnessýslu og Arnarstapaumboð 29. júlí 1696 (konungsstaðfesting 13. apríl 1697) og hélt til æviloka, bjó að Arnarstapa, andaðist í bólunni miklu. Þingbók hans er í þjóðskjalasafni.

Kona (1701). Þórunn (f. um 1675, d. einnig í miklubólu) Einarsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Torfasonar.

Börn þeirra: Einar sýslumaður í Strandasýslu, Björn lögréttumaður í Miðhlíð, Guðrún. ÓSn. Ættb. telur laundóttur hans Kristínu, sem átti Gísla Hákonarson (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.