Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Björnsson

(um 1595–6. dec. 1662)

Lögmaður.

Foreldrar: Björn sýslumaður Benediktsson að Munkaþverá og kona hans Elín Pálsdóttir sýslumanns að Reykhólum (Staðarhóls-Páls), Jónssonar. Hann mun hafa verið tekinn í Hólaskóla 1607, orðið stúdent 1613, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 13. jan. 1614, var og í Hamborg fyrir og eftir, fekk Vaðlaþing 1617, Munkaþverárklaustur 1618, þar bjó hann til æviloka, varð lögmaður norðan og vestan 1639 (staðfesting konungs 12. nóv. 1639), treystist ekki að koma til alþingis 1661 vegna veikinda og sagði af sér öllu lögmannsdæmi 1662, enda kom þá ekki heldur til alþingis. Hann var auðugastur maður á Íslandi á sinni tíð, enda fjárgæzlumaður mikill og þó höfðingi og rausnarmaður, og er hann rómaður mjög að mannkostum, en mjög fast leitaði hann eftir galdramönnum, og var þar barn sinnar aldar; hann var fræðimaður, ættvís og skáldmæltur (sjá Lbs. og AM.).

Kona: Guðrún (d. 1671) Gísladóttir lögmanns, „Þórðarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Gísli sýslumaður að Hlíðarenda, Helga átti Hákon sýslumann Gíslason í Bræðratungu, Björn sýslumaður að Munkaþverá, Jórunn átti Jón sýslumann að Reykhólum Magnússon, Arasonar, Solveig átti Þorkel sýslumann Guðmundsson á Þingeyrum (Safn II; BB. Sýsl.; PEÓl. Mm.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.