Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Björnsson

(3. maí 1885 –9.jan.1947)

. Náttúrufræðingur. Foreldrar: Björn (d.17. febr. 1925, 77 ára) Gunnlaugsson gullsmiður á Gilsstöðum í Vatnsdal, síðast í Rv., og kona hans Margrét (d. 4. maí 1945, 94ára) Magnúsdóttir í Holti á Ásum, Péturssonar. Stúdent 1908 með 1. einkunn (85 st.). Nam náttúrufræði, einkum dýrafræði og sérstaklega fuglafræði, við háskólann í Kh. í 3 ár; var síðan 4 ár í læknadeild Háskóla Íslands, en lauk ekki prófum.

Stundakennari við gagnfræðaskólann á Akureyri 1915–16, en átti síðan heima í Rv. til æviloka. Vann mikið í þágu náttúrugripasafnsins, en stundaði einnig ýmis önnur störf.

Ritstörf: Fuglabók Ferðafélags Íslands (í Árbók), Rv. 1938; ritaði margar greinar í Náttúrufræðinginn og víðar -um fugla. Kona (1916): Vilborg (f. 17. júní 1890, d. 14. júlí 1920) Þorkelsdóttir á Þorbjarnarstöðum í Hraunum, Guðmundssonar. Börn þeirra: Björn vélsmiður, Gunnlaugur bókari, Margrét átti Sigurð lyfjafræðing Jónsson, Árni prentari, Katla átti Matthías lyfjafræðing Ingibergsson (B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.