Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Björnsson

(1541– um 1615)

Lögréttumaður.

Foreldrar: Síra Björn Jónsson á Mel og Steinunn Jónsdóttir á Svalbarði, Magnússonar. Ólst upp á Grenjaðarstöðum, með síra Sigurði, föðurbróður sínum. Bjó að Ljósavatni, á Grund í Eyjafirði, að Hofi á Höfðaströnd. Eftir hann er æviágrip Jóns byskups Arasonar (Bps. bmf. IT). Brot úr bréfabók hans er varðveitt í bókasafni Uppsalaháskóla.

Kona: Halldóra Eiríksdóttir að Ási í Fellum, Snjólfssonar.

Börn þeirra: Björn í Bólstaðarhlíð, síra Jón að Hofi, síðar að Ljósavatni, Eríkur í Djúpa Dal, Þórdís átti Þorvald Jónsson að Reykjum í Tungusveit (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; Bps. bmf. 11).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.