Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Bjarnason

(– – 15. nóv. 1657)

Sýslumaður.

Foreldrar: Bjarni Sigurðsson á Stokkseyri og kona hans Salvör Guðmundsdóttir prests í Gaulverjabæ, Gíslasonar. Talinn skólagenginn, kemur við skjöl 1631–3, setti bú 1634 á Leirubakka á Landi og bjó þar til æviloka. Lögréttumaður í Rangárþingi 1643, lögsagnari Jakobs Bangs í Vestmannaeyjum 1647–50, fekk Vestmannaeyjasýslu 13. júlí 1650, en Rangárþing 1657.

Kona: Vilborg Þorsteinsdóttir sýslumanns í Þykkvabæ, Magnússonar.

Börn þeirra: Guðmundur á Leirubakka og í Skarfanesi, Guðni sýslumaður, Ingiríður átti síra Bjarna Hallgrímsson í Odda, Guðríður f. k. Jóns Magnússonar prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Jónssonar, Þórunn s.k. síra Þorleifs Kláussonar að Útskálum, Anna í Húsagarði, bl. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.